Viðskipti

Sögu­leg verð­hækkun hjá Domino‘s

Domino‘s á Íslandi hefur hækkað verð á hinu vinsæla þriðjudagstilboði úr þúsund krónum í 1.100 krónur. Ljóst má vera að margir viðskiptavinir Domino‘s ráku upp stór augu í dag þegar þeir tóku eftir hækkuninni, enda hafa fjölmargir haft samband við fréttastofu til að segja frá þessum tímamótum.

Neytendur

Bilun olli því að Master­card-kortum var hafnað

Bilun sem kom upp hjá Salt pay nú síðdegis olli því að truflun kom upp á heimildagjöf Mastercard-debetkorta hjá einhverjum greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Forstjóri RB segir að ekki hafi verið um netárás að ræða og að unnið sé að greiningu á því sem kom fyrir.

Viðskipti innlent

Iðnaðar­menn vilja festa Allir vinna í sessi

Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót.

Viðskipti innlent

Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play

Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum.

Viðskipti innlent

„Hryllings­sagna­beiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttar­fé­lag

Í tölvu­pósti sem Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) sendi á flug­liða sem starfa hjá flug­fé­laginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flug­freyju­fé­lag Ís­lands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa sam­band við sam­bandið. „Það er alltaf vel­komið að hafa sam­band við okkur per­sónu­lega, í síma eða tölvu­pósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jóns­son, for­stjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfs­mönnum hans tölvu­pósta þar sem væri óskað eftir „hryllings­sögum“.

Viðskipti innlent

„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife.

Atvinnulíf

Síminn selur Mílu

Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum.

Viðskipti innlent

Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs.

Viðskipti innlent