Hugmyndakreppa til hægri 14. júní 2004 00:01 Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun