Sport

Valsstúlkur á toppinn

Valskonur komust á topp Landsbankadeildar kvenna með stórsigri, 8-0, á FH í Kaplakrika í gær en þetta var frestaður leikur frá því í fyrstu umferð. Valskonur höfðu ekki skorað í fyrri hálfleik á tímabilinu en bættu úr því í gær með fimm góðum mörkum og bættu síðan þrem mörkum við eftir hlé og unnu því 0-8. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö mörk fyrir Valsliðið sem er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, tveimur stigum á undan Eyjaliðinu sem hafði setið í toppsætinu fyrstu tvær umferðirnar. Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Val og var búin að skora 30 sekúndum síðar og bætti síðan við öðru marki seinna í leiknum. Yfirburðir Vals voru miklir sem sést vel á því að Valskonur áttu öll 36 skot leiksins og allar 11 hornspyrnurnar. Valsliðið var jafnt og engin skaraði fram úr en Nína Ósk Kristinsdóttir skoraði tvö lagleg mörk og er komin með fjögur mörk í sumar. Það sem skipti máliFH – VALUR 0–6 0–1 Kristín Ýr Bjarnadóttir 5. 0–2 Nína Ósk Kristinsdóttir 8. 0–3 Laufey Ólafsdóttir 23. 0–4 Dóra Stefánsdóttir 30. 0–5 Kristín Ýr Bjarnadóttir 44. 0–6 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 63. 0–7 Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir 84. 0–8 Nína Ósk Kristinsdóttir 88. BEST Á VELLINUM Nína Ósk Kristinsdóttir Val TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 0–36 (0–19) Horn 0–11 Aukaspyrnur fengnar 6–11 Rangstöður 4–9 GÓÐAR Nína Ósk Kristinsdóttir Val Kristín Ýr Bjarnadóttir Val Dóra María Lárusdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Rakel Logadóttir Val Laufey Ólafsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Íris Andrésdóttir Val Ásta Árnadóttir Val Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir Val



Fleiri fréttir

Sjá meira


×