Forseti neitar stríði við Alþingi 19. júní 2004 00:01 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn. Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hafnar því alfarið að með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi hann farið í stríð við Alþingi. Stjórnarskráin hefjist á því að segja að forsetinn og þingið fari saman með löggjafarvaldið. Ólafur Ragnar segir í samtali við DV að það hafi aldrei hvarflað að honum að segja að þingið væri í stríði við forsetann. Í sama viðtali segir hann að hann hafi ákveðið að láta ekki aðra handhafa forsetavalds afgreiða málið. Því hafi hann flýtt sér heim frá útlöndum og ekki farið í brúðkaup Danaprins. Ég gat ekki gert það, segir Ólafur Ragnar, í trausti þess að stjórnarandstaðan myndi halda uppi málþófi. Aukinn þungi er að færast í kosningabaráttu Ólafs Ragnars Grímssonar en forsetakosningarnar eru eftir viku. Bæði DV og Fréttablaðið birta stór viðtöl við hann í dag og eftir hádegi tekur hann þátt í kappræðum við mótframbjóðendur sína tvo, Ástþór Magnússon og Baldur Ágústsson, í Ríkisútvarpinu. Í Fréttablaðinu segir hann til dæmis að hver sá sem gegnir embætti forseta verði að vera reiðubúinn að axla ábygð þótt það kunni að skerða vinsældir hans. Skoðanalaus forseti myndi fljótlega einangrast. Eftir hádegi verður Ólafur Ragnar í þætti á Ríkisútvarpinu þar sem hver frambjóðendanna þriggja fá tækifæri til að kynna sig, hver fyrir sig en þó ekki í kappræðum, eins og til stóð í upphafi. Ástþór Magnússon hefur ítrekað skorað á Ólaf Ragnar í kappræður en hann hefur ekki fengið nein svör. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur ítrekað óskað eftir viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson á undanförnum dögum en ekki fengið jákvæð svör. Forsetinn situr hins vegar fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag á mánudaginn.
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira