Óttinn býr til íhaldssemi 20. júní 2004 00:01 Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Mig minnir það hafa verið James Joyce sem sagði að íbúar Rómar kynnu ekki annað en selja líkið af ömmu sinni. Þeir ættu svo mikla fortíð að framtíðin kæmist ekki að. Þess vegna væri nútíðin eins og föl eftirmynd fortíðarinnar; einu verðmætin væru í fortíðinni; verkefni nútíðarinnar væri að nýta fortíðina. Á tímum Joyce var Róm eins og risastórt safn fornminja og íbúarnir birtust aðkomumönnum eins og safnverðir. Þeir höfðu ekkert til málanna að leggja annað en að benda á einhverjar rústirnar. Þótt Róm hafi skánað á undanförnum árum er þar enn of mikil fortíð. Fortíðarbransinn hefur eflst með auknum túrisma og gefur vel að sér. Það er því varla hægt að skamma Rómverja fyrir að leggja mikið nýtt til málanna. Þeim dugar enn að benda á rústirnar. Þeir lögðu svo mikið til menningar nútímans fyrir þúsundum ára að þeir gætu þagað nokkur þúsund ár í viðbót án þess að minnka í samanburði við aðra. Það gagnast hins vegar náttúrlega ekki þeim sem nú ganga um stræti Rómar. Þeir eru engu stærri fyrir afrek löngu liðinna manna. Upphafning fortíðarinnar sem lífsviðurværi getur því orðið eins og Joyce sagði; að menn séu að selja líkið af ömmu sinni.Það eru mörg dæmi í sögunni af þjóðum sem hafa snúið vitlaust; horft fremur til fortíðar en framtíðar. Það er auðvitað öllum hollt að þekkja söguna og bera virðingu fyrir þeim sem á undan gengu. En ef menn sjá mest verðmæti í fortíðinni er hætt við að þeir verði of mikilli íhaldssemi að bráð. Versta tilfelli hennar felst í því þegar menn vilja viðhalda óbreyttu ástandi sem lengst og sjá ógn í hverri breytingu. Slík íhaldssemi er í andstöðu við lífið, sem er síkvikt og spriklandi fjörugt. Lífið rennur áfram og þegar menn vilja frysta ákveðið ástand eru þeir engu síður að reyna að móta framtíðina með óskhyggju sinni en þeir sem stefna að gerbreyttu ástandi. Það sem var er engu rétthærra í framtíðinni en það sem aldrei hefur verið; hvort tveggja er utangarðs.Íhaldssemi er alltaf afleiðing ótta. Ef menn óttast ekki breytingar og telja líklegra að þær leiði til verri niðurstöðu er lítil ástæða til íhaldssemi. Það er allt annar handleggur að bera virðingu fyrir liðnum tíma, góðum gildum og afrekum fortíðarinnar. Virðing fyrir fortíðinni eflir okkur til nýrra verka. Ef við óttumst breytingarnar hneigjumst við til þess að upphefja fortíðina svo hún gagnist okkur ekki til annars en að benda á hana.Íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum og allt bendir til þess að breytingarnar haldi áfram -- jafnvel með auknum krafti. Það er því skiljanlegt að íhaldssemi hefur fengið nokkurn hljómgrunn. Breytingar valda alltaf ótta. Þessum ótta verður hins vegar ekki svalað í íhaldssemi. Það er sama þótt allt yrði fryst; óttinn nagaði áfram. Til að losna við óttann þurfa menn að temja sér að horfa björtum augum til framtíðar.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar