Kjarkur nauðsynlegur á Bessastöðum 21. júní 2004 00:01 Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vandfundið stríðsástandið sem forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur Morgunblaðsins boðaði ef forseti Íslands synjaði lögum staðfestingar - Gunnar Smári Egilsson. Þrátt fyrir að tiltölulega sviplitla baráttu fyrir komandi forsetakosningar er hún að verða nokkuð söguleg. Ég held það hafi ekki gerst síðan 1952 að forysta stjórnmálaflokks hafi beitt sér að nokkru ráði í forsetakosningum eins og nokkrir af helstu forystumönnum Sjálfstæðisflokksins hafa gert nú. Og enn síður að nokkur fjölmiðill hafi tekið jafn einarða afstöðu til frambjóðenda og Morgunblaðið hefur gert að undanförnu. Morgunblaðið virðiust ekki styðja neinn frambjóðenda en leggur sig fram um að lýsa andstöðu við Ólaf Ragnar Grímsson, sitjandi forseta. Morgunblaðið hefur skrifað þónokkra leiðara gegn Ólafi Ragnari frá blaðamannafundinum 2. júní þegar hann tilkynnti að hann tgreysti sér ekki til að staðfesta fjölmiðlalögin. Á laugardaginn helgaði Morgunblaðið andúð sinni á Ólafi Ragnari síðan bæði Reykjavíkurbréf og leiðara sunnudagsútgáfu sinnar. Þótt skrif Morgunblaðsins séu að sjálfsögðu kursteislegar orðuð en þeirra sem ráðist hafa gegn Ólafi Ragnari af mestum dólgskap að undanförnu fer ekki á milli mála að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðisflokksins telja Ólaf Ragnar óhæfan forseta. Rökin eru þau að hann hafi teigt á valdsviði embættisins og misbeitt því þegar hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin, móðgað Alþingi, ráðist gegn þingræðinu og framkallað hér eina alsherjar óleysanlega stjórnskipunarkreppu.En er það svo?Ég er ansi hræddur um að fáir verði varir við þennan hildarleik aðrir en forystumenn Sjálfstæðisflokksins og talsmenn þeirra. Þeir virðast kjósa að túlka ákvörðun Ólafs Ragnars sem einskonar árás á sig og öll sín verk. Kreppan sem ákvörðun Ólafs Ragnars framkallar er því mest í þeirra eigin sál. Áður en Ólafur Ragnar kynnti ákvörðun sína lýstu sömu menn því yfir að ef hann staðfesti ekki lögin myndi skapast hér eins konar stríðsástand. Hvar er það stríð í dag – annars staðar en í leiðurum Morgunblaðsins og einstaka skoðanagrein í því blaði? Skoðanakannanir hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna sættir sig vel við ákvörðun Ólafs Ragnars og er henni sammála. Meirihluti landsmanna fagnar því að fá að kjósa um fjölmiðlalögin og ætlast til að stjórnvöld sætti sig við niðurstöður þeirra kosninga. Ef ráðamenn eiga erfitt með að kyngja því meiga þeir ekki telja þau innri átök sín vera einhvert stríðsástand í samfélaginu.Nema ætlun þeirra sé að efna til enn frekari ófriðar í samfélaginu. Það gekk fram af öllum þorra almennings með hvaða hætti fjölmiðlalögin voru sett. Þingnefndum voru skammtaðir fáeinir sólarhringar til að sætta sig við frumvarp forsætisráðherra og augljóst var að beiðni nefndanna um álit fræðimanna og hagsmunaaðila var aðeins leikþáttur. Ef forsetinn er sakaður um að móðga Alþingi í dag; hvað má þá segja um meðferð ríkisstjórnarinar á þessari stofnun sem misyndismennirnir kalla nú elstu og helgustu stofnun landsins. Forysta Sjálfstæðisflokksins og leiðarhöfundur málgangs hennar verður að sætta sig við að mikill meirihluti þjóðarinnar var sammála Ólafi Ragnari að grípa inn í þessa atburðarrás og telur að synjunarvald forseta hafi verið sett í stjórnarskrá einmitt til að fyrirbyggja að valdi stjórnmálaflokka– sem vel að nefna er ekki gert ráð fyrir í stjórnarskrá – sé misbeitt. Vald Alþingis þarf að vera meira en vald ríkisstjórna og ríkisstjórna meira en forystumanna stjórnmálaflokka ef stjórnarhættir hér eiga að vera lýðræðislegir. Þegar þessu er snúið á haus getum við þakkað framsýni stjórnarskrárhöfunda að forseti Íslands hafi vald til að vísa málum til þjóðarinnar. Og að í embættiunu sé maður sem hafi kjark til að beitra þessu valdi.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun