Íslenskur tuddablús 28. júní 2004 00:01 "Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar. Lífið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
"Þetta er band sem inniheldur tvo sveitta gaura í góðum fíling," segir Smári Tarfur Jósepsson, annar tveggja, úr hljómsveitinni Hot Damn! Hljómsveitin sem er skipuð, auk Smára, Jens Ólafssyni betur þekktum sem Jenna í Brain Police. "Ég og Jenni ákváðum að hittast í þeim tilgangi að gera rokkaðan blús og er lagið Hot Damn That Woman is a Man frumburður hljómsveitarinnar." Lagið hefur vakið verðskuldaða athygli útvarpshlustenda undanfarnar vikur enda er gítarleikurinn í laginu framúrskarandi og söngur Jenna engu síðri. "Lagið er byggt á sannsögulegum atburðum í lífi Grundfirðings þegar hann var í kvennaleit í Amsterdam. Stúlkan sem hann nældi sér í reyndist þegar á hólminn var komið vera karlmaður og var honum skiljanlega brugðið. Því miður höfum við ekkert heyrt af honum síðan en vonumst til að ná sambandi við hann í gegnum lagið." Smári hefur um langt skeið blótað gítarguðinn og gefið sér gott orð sem slíkur og spilað meðal annars með hljómsveitunum Quarashi og Spitsign. Smári segir að þeir félagar í Hot Damn hyggi á tónleikahald um leið og breiðskífa sveitarinnar, The Big 'N Nasty Groove 'O Mutha, kemur út en hennar er að vænta í september. "Stefnan er að gefa bæði út vínyl-plötu og CD með aukalögum á vínylplötunni. Við sömdum 30 lög, hvert öðru betra, svo að okkur fannst að það væri pláss fyrir fleiri en venja er með svona útgáfur." Von er á öðru lagi frá Hot Damn! seinna í sumar.
Lífið Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira