Kunnugleg staða í ríkisstjórninni 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun