Kunnugleg staða í ríkisstjórninni 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar