Óvenjuleg lending - en ekki snjöll 5. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Davíð Oddsson forsætisráðherra boðaði í gær að lending formanna ríkisstjórnarflokkanna í tilraunum til að ná sáttum um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu væri óvenju snjöll. Það er rétt hjá Davíð að niðurstaðan var óvenjuleg – en hún getur seint talist snjöll.Það er vissulega fagnaðarefni að ríkisstjórnin ætli sjálf að fella fjölmiðlalögin úr gildi – það er ef slíkt stenst yfirhöfuð stjórnarskrá eftir að forseti Íslands hefur skotið þessum sömu lögum undir dóm þjóðarinnar. En ég efast um að nokkur myndi amast við því ef ríkisstjórnin tæki tillit til andstöðu alls þorra almennings gagnvart þessum lögum og vel rökstuddri gagnrýni fjölda aðila um að lögin stæðust ekki ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi, eignarrétt og atvinnufrelsi; stæðust ekki alþjóðlegar skuldbindingar Íslendinga og næðu ekki tilgangi sínum um aukna fjölbreytni og aukið fjölræði í íslenskum fjölmiðlum heldur stuðluðu þvert á móti að fábreytni og fákeppni.Það var flestum ljóst – meira að segja flestum stjórnarliða – að þetta voru vond lög. Og það er varla hægt að skamma þá ríkisstjórn lengi sem afnemur vond og óvinsæl lög sem hafa vafasaman tilgang og öfuga verkun á við yfirlýst markmið. Og þótt afnám þeirra standist hugsanlega ekki stjórnarskrá þá má það sama segja um lögin – þau standast ekki stjórnarskrá. En hvað á ríkisstjórnin við með því að setja strax samskonar lög um leið og þessi eru afnumin? Efnislegar breytingar eru sáralitlar.Í eldri lögunum mátti markaðsráðandi fyrirtæki í einhverri grein eiga 5 prósenta hlut í fyrirtæki með útvarpsleyfi. Í nýja frumvarpinu er þetta mark 10 prósent. Eldri lögin áttu að taka gildi 2006 en þau nýju 2007. Í eldri lögunum var gert ráð fyrir að útgefin útvarpsleyfi fengju að renna út en í nýju lögunum hefur útvarpsréttarnefnd heimild til að afturkalla leyfi árið 2007.Ef eitthvað er, þá verða nýju lögin hæpnari. Hverju eiga þessi nýju lög að breyta? Mun forseti Íslands ekki neita að staðfesta þau eins og hin fyrri? Og mun ríkisstjórnin þá ekki setjast aftur að því verki sem hún gafst upp á: Að ná samkomulagi um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu? Reikna ráðherrarnir með að vinna sér inn tíma með þessu til að ná samkomulagi um hindranir á atkvæðarétt almennings í þessum kosningum?Það er í raun ómögulegt að lesa skýra hugsun úr þessari óvenjulegu lendingu formannanna tveggja. Hvað eiga þeir til dæmis við með samráði við stjórnarandstöðu og þverpólitíska niðurstöðu? Ef þeir meintu eitthvað með slíku; væru þeir þá búnir að ákveða öll efnisatriði laga sem sett verða í sumar en eiga ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár? Ætla þeir að setja lögin fyrst og leita samráðs á eftir?Nei, það er erfitt að skilja hvað þeim Halldóri og Davíð fannst snjallt við þessa óvenjulegu lendingu. Það verður ekki betur séð en að þeir séu að fífla bæði forsetann og stjórnarandstöðuna með þessari niðurstöðu – en fyrst og síðast eru þeir að fífla íslensku þjóðina. Þótt vera kunni að þeim félögum finnist það snjallt efast ég um að fylgjendum stjórnarflokkanna sé skemmt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun