Framsókn hótar stjórnarslitum 14. júlí 2004 00:01 Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira
Máttarstólpar Framsóknarflokksins hafa í rúma viku unnið markvisst að því að fá Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og ná þannig pólitískri sátt um málið. Áhrifamenn innan Framsóknarflokksins telja að það strandi einungis á einum manni að samstaða náist um það milli stjórnarflokkanna, Davíð Oddssyni, sem virðist algjörlega óhagganlegur á því að keyra frumvarpið í gegn eins og til stóð. Flokksmenn sögðust í samtali við Fréttablaðið leita pólitískrar lausnar á málinu. "Það er ekkert hægt að segja um þetta mál fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Ríkisstjórnarflokkarnir munu auðvitað setjast yfir þá niðurstöðu sem kemur fram eftir vinnu allsherjarnefndar og hvort þá verða leiknir pólitískir leikir eða ekki ætla ég ekki að fullyrða hér um, við verðum bara að sjá til," sagði Guðni Ágústsson. Framsóknarmenn óttast öðru fremur afleiðingar þess fyrir flokkinn ef forseti neiti nýju lögunum staðfestingar. Þeir sögðu það ekki einungis óviðunandi fyrir flokkinn, heldur alla þjóðina, ef upp kæmi þrátefli milli forseta og Alþingis. Framsóknarmenn segja að ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu sumir hverjir hlynntir því að málið verði lagt til hliðar um hríð vegna þeirrar andstöðu sem um það hefur skapast. Hins vegar séu hendur þeirra bundnar þar til Davíð breyti um skoðun. Stefnt var að því að allsherjarnefnd lyki störfum í dag. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sögðu í samtali við Fréttablaðið það alls ekki útilokað að breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Spurðir um hvort málið væri þess eðlis að rétt væri að leggja ríkisstjórnarsamstarfið í hættu, ef ekki næðist sátt meðal ríkisstjórnarflokkanna um að draga frumvarpið til baka, sögðust framsóknarmenn telja svo vera. Ekki mætti stefna framtíð flokksins í hættu fyrir það eitt að sátt haldist innan ríkisstjórnarinnar. Flokknum væri mun meiri vandi á höndum ef hann gengi gegn sannfæringu sinni og féllist á sjónarmið Sjálfstæðisflokksins varðandi frumvarpið einungis til þess að afstýra því að ríkisstjórnin falli. Ekki náðist í Davíð Oddsson í gær og Halldór Ásgrímsson var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferðarkerfið „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Sjá meira