Lýðurinn ræður á markaði 23. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt umræðan um fjölmiðlalög ríkisstjórnarinnar hafi á stundum verið illskiljanlegt karp snérist hún um nokkur grundvallaratriði sem verða án efa ofarlega á baugi næstu misserin. Eitt þeirra er valdsvið forsetans og með hvaða hætti er best að auka virkt lýðræði með þjóðaratkvæðagreiðslum. Miðað við yfirlýsingar forystumanna allra flokka má búast við réttarbót við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem auðveldar almenningi mjög að hafa áhrif á afgreiðslu umdeildra mála með þjóðaratkvæðagreiðslum. Slík breyting í átt að virkara lýðræði er jákvæð afleiðing af annars erfiðu deilumáli. En umræðan um fjölmiðlalögin snérist einnig að hluta til um valdsvið stjórnvalda annars vegar og markaðarins eða almennings hins vegar -- þótt þessi þáttur málsins hafi ekki verið eins áberandi og aðrir. Grunnhugsunin að baki lögunum var sú að stjórnvöldum bæri að móta fjölmiðlamarkaðinn þar sem hinum frjálsa markaði væri ekki til þess treystandi né almenningi með vali sínu á hvaða fjölmiðla hann notar eða kaupir. Fjölmiðlamálið var þannig angi að stærra máli sem á sér langa sögu og skýtur reglulega upp kollinum á mismunandi sviðum. Það væri ánægjulegt ef deilurnar um fjölmiðlafrumvarpið myndu einnig kalla fram réttarbót í þessu máli eins og allt bendir til að verði varðandi aukið vægi beins lýðræðis á kostnað fulltrúalýðræðis. Ef við lítum framhjá fjölmiðlamarkaðinum þá getum við velt því upp í tilefni af þeim lögum sem ríkisstjórnin setti hvort hinum frjálsa markaði eða almenningi með vali sínu sé betur treystandi til að takast á við aukin verkefni á heilbrigðissviði, í skólamálum eða öðrum þáttum þjóðlífsins, sem ríkisvaldið hefur hingað til stýrt með augljósum ágöllum, ef þeim er ekki treystandi til að móta hér heilbrigt og öflugt fjölmiðlaumhverfi. Undanfarna áratugi höfum við verið að feta okkur frá miðstýrðu samfélagi þar sem allt vald hefur legið innan stjórnmálaflokkanna í gegnum tök þeirra á ríkisvaldinu yfir í opnara og lýðræðislegra samfélag að hætti annarra Vesturlanda þar sem stjórnsýslan er ekki aðeins gagnsærri og réttlátari heldur þar sem ákvarðanir eru teknar víðar um samfélagið og vanalega nærri þeim sem njóta þjónustu eða kaupa vöru. Það væri sorglegt ef fjölmiðlalögin mörkuðu stefnubreytingu og lýstu almennri vantrú stjórnvalda á frjálsum markaði. Við eigum auðvelt með að líta á þau réttindi, frjálsræði og sjálfstæði sem við höfum barist fyrir sem sjálfsagðan hlut. Við erum því sjaldnast vel búinn skyndilegu bakslagi. Þetta eru almenn sannindi og eiga ekki síst við á Íslandi. Það er ákaflega stutt síðan að forræðishyggja íslenskra stjórnvalda hafði svo lamandi áhrif á íslenskt samfélag að því lá við köfnun. Það eymir enn af þeirri hugmynd að við séum þegnar fremur en borgarar. Það eru aðeins fáeinir áratugir síðan þeir sem vildu keyra leigubíl þurftu að fara niður í samgönguráðuneyti til að sanna upp á sig bakveiki eða aðra ágalla sem öftruðu því að þeir gætu stundað almennilega vinnu við raunverulega verðmætasköpun. Að öðrum kosti fengu þeir ekki leyfi til leigubílaaksturs - nema þeir nytu velvildar einhvers stjórnmálaflokksins. Svipaða sögu er að segja af þeim sem vildu reka söluturn. Í dag hljómar þetta fáránlega og við skiljum ekki hvaðan stjórnvöld töldu sig sækja slíkt vald til að ráðgast með líf og lífsbaráttu fólks. En það er svo stutt síðan að þetta var raunveruleikinn á Íslandi að sumir þeirra sem aka leigubílum í dag eða reka sjoppu þurftu að ganga þessa píslargöngu. Og leifar þessarar hugmyndar eru líka enn til staðar innan ríkisvaldsins og stjórnmálaflokkanna sem stýra því, þótt þær hafi blessunarlega verið lengi lítt áberandi. Við þurfum því að vera vakandi þegar þær fara aftur á kreik. Ekki viljum við snúa aftur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun