Landbúnaður skerðir kjör 29. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar