Óvænt úrslit á Ólympíuleikunum

Það urðu óvænt úrslit í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna í gær þegar japanska kvennalandsliðið sigraði Svía með einu marki gegn engu. Það urðu ekki síður óvænt úrslit í karlakeppninni þegar Ghana og Ítalía gerðu jafntefli, 2-2. Þá unnu Írakar Portúgala, 4-2. Á myndinni eigast við Mio Otani (t.v.) og Kristin Bengtsson í leik Japans og Svíþjóðar í gær.