Frelsið nýtir tækifærin Hafliði Helgason skrifar 25. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Þegar samfélagið breytist hratt verða gjarnan til tveir hópar. Annar aðlagar sig breytingunum og reynir að leggja sitt af mörkum til þess að þær megi verða til mestrar farsældar. Hinn leggst á grúfu og grætur liðna tíð. Þessara hópa hefur beggja gætt í umræðum um breytingar á íslenskum fjármálamarkaði. Hrundar og hálfhrundar stoðir kerfis sem var gengið sér til húðar streittust á móti. Vissulega getur verið erfitt að aðlagast nýjum tímum. Fjölbreytni er ógn einfaldrar heimsmyndar. Íslenskur almenningur er hins vegar jafnan fljótur að átta sig á nýjungum og margt sem menn horfðu á í forundran fyrir örfáum árum er hluti af daglegu lífi fólks í dag. Undanfarin misseri hefur verið mikið breytingarskeið í íslensku fjármálalífi. Einkavæðing bankakerfisins hleypti nýju lífi í fjármálakerfið. Kraftur og frumkvæði tók við af pólitísku skömmtunarkerfi. Afleiðingarnar eru byrjaðar að líta dagsins ljós. Hörð samkeppni bankanna birtist neytendum í nýjum lánum KB banka sem bera lægri vexti en menn hefði getað dreymt um fyrir örfáum mánuðum. Aðrar fjármálastofnanir svara fullum hálsi og munu bjóða svipuð kjör. Það er eðli samkeppninnar. Sá sem svarar ekki lifir ekki af. Þess vegna er ástæða til þess að hafa áhyggjur af sparisjóðunum sem einangraðir voru frá almennri þróun með lagasetningu Alþingis. Sú aðgerð var vanhugsuð og mótaðist af öðru en framsýni og skynsemi. Útspil KB banka er ánægjulegt. Ekki síst vegna þess að til skamms tíma var af ákveðnum öflum samfélagsins litið á forystumenn bankans sem holdgervinga hinnar ófyrirleitnu nýju kynslóðar íslenskra fjármálamanna. Kynslóðar sem lét lönd og leið gömul bandalög blóðtengsla og flokkshollustu. Andi þessarar kynslóðar svífur nú yfir vötnum alls fjármálakerfisins og ræður ákvörðunum í öllum bönkunum. Fylgifiskarnir eru minni rekstrarkostnaður og batnandi kjör fólksins í landinu. Stjórnendur íslenskra fjármálafyrirtækja komast ekki upp með annað en að beita allri þekkingu sinni og hugkvæmni til þess að skapa meiri verðmæti með vinnu sinni. Þessi kynslóð hefur að undanförnu tekið til í útlánum bankanna eftir áralöng afskipti stjórnmálamanna af ákvörðunum ríkisbankanna. Afskipti sem héldu áfram fram á síðasta dag í eigu ríkisins og jafnvel nokkru lengur. Viðskipti ganga út á að taka yfirvegaða áhættu. Yfirvegunin dregur úr áhættunni en eyðir henni ekki. Viðskiptalífið mun þurfa að takast á við erfiða tíma og rangar ákvarðanir. Það liggur í eðli viðskipta. Mistökin munu þó verða minni og færri en þekkt er af opinberum viðskiptaævintýrum. Óhætt er að fullyrða að miðstýrt fjármálakerfi hefði aldrei nýtt sér þau tækifæri sem bankarnir hafa séð til hagræðingar og útrásar undanfarin misseri. Tækifæri sem með beinum hætti eru farin að bæta lífskjör venjulegra Íslendinga.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun