
Innlent
Sýknaður af manndrápsákæru

Þjóðverji sem ók ölvaður með þeim afleiðingum að bíllinn fót út af og valt við Vatnsskarð var í dag sýknaður af ákæru um manndráp í Héraðsdómi Reykjaness. Félagi mannsins lést í slysinu. Þjóðverjinn var hins vegar sakfelldur fyrir ölvun við akstur. Fyrir það var hann dæmdur í sextíu þúsund króna sekt og sviptur ökuréttindum í sex mánuði.