Var ekki að flýja réttvísina 6. september 2004 00:01 Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ragnar Sigurjónsson, sem framseldur var frá Taílandi á dögunum, segist ekki hafa verið að flýja réttvísina þegar hann hvarf úr landi og fjársvikamál á hendur honum var fyrir dómstólum. Persónulegar ástæður hafi legið þar að baki. Vitni segir að nígerískur viðskiptafélagi Ragnars hafa marghótað honum lífláti. Aðalmeðferð í máli ríkislögreglustjóra á hendur Ragnari hófst fyrir Héraðsdómi Reykjaness í dag. Reyndar hófst málið fyrir sex árum en Ragnar lét sig hverfa þegar hann var staddur í London og var um tíma óttast að hann hefði horfið af mannavöldum. Síðar kom í ljós að hann hafði farið til Taílands. Framsals var krafist fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en í sumar að hann var fluttur í lögreglufylgd til landsins. Honum er gefið að sök að hafa blekkt nígerískan viðskiptafélaga sinn með því að hafa ætlað að selja honum skreið sem hann hvorki átti né réði yfir og fengið greiðslu fyrir og að hafa sagst vera að leggja lokahönd á sendinguna og fengið aðra greiðslu. Samanlagt námu greiðslurnar tæpum fjórum milljónum króna á þáverandi gengi. Fyrir dómi í dag, sex árum eftir að málið var tekið fyrir, sagðist Ragnar ekki hafa ætlað að svíkja Nígeríumanninn. Staða sín hafi verið erfið en hann hafi ætlað að gera upp við manninn, annað hvort með endurgreiðslu eða útvega umbeðna vöru. Aðspurður hvers vegna hann hafi látið sig hverfa þegar málið var síðast fyrir dómstólum sagði Ragnar persónulegar ástæður liggja þar að baki, en greindi ekki frekar frá þeim. Þá var hann spurður hvort ógn væri af Nígeríumanninu og svaraði Ragnar að hann væri ekki þægilegur í viðskiptum. Fyrrverandi deildarstjóri á Hótel Esju, þar sem Nígeríumaðurinn dvaldi og hann og Ragnar hittust oft, sagði fyrir dómi í dag að mikil læti hefðu oft fylgt fundum þeirra, hróp og hávaði sem truflað hefði aðra og starfsfólk þurft að hafa afskipti. Þá sagðist vitnið margoft hafa heyrt Nígeríumanninn hóta Ragnari, meðal annars lífláti. Vitnið greindi einnig frá því að Ragnar hefði sett fé í geymsluhólf hótelsins, fé sem Nígeríumaðurinn hefði viljað fá. Verði Ragnar sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Á myndinni sést Ragnar (í blárri skyrtu) við komuna til landsins fyrir nokkrum vikum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira