Ný ríkisstjórn tekur við 15. september 2004 00:01 Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Ný ríkisstjórn undir forsæti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við á ríkisráðsfundi sem hefst á Bessastöðum eftir klukkustund. Halldór, sem verður fimmtándi forsætisráðherra lýðveldisins, hefur stólaskipti við Davíð Oddsson en hann hefur gegnt embættinu lengst allra Íslendinga. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson munu skiptast á lyklum í stjórnarráðshúsinu að ríkisráðsfundi loknum. Davíð fær lyklavöld að utanríkisráðuneytinu og Halldór að stjórnarráðinu. Þar með lýkur valdatíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra. Hvaða skoðun sem menn hafa annars á stjórnunarstíl Davíðs má segja það þrekvirki að hafa verið við völd svo lengi. Hann tók við embætti forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Fyrir þann tíma var hann borgarstjóri í níu ár; var aðeins 34 ára þegar hann tók við þeim starfa árið 1982. Þeir sem hljóta kosningarétt á árinu voru því fimm ára þegar Davíð tók við stjórnartaumum í forsætisráðuneytinu og fæddust í borgarstjóratíð hans. Hann hefur stjórnað 960 ríkisstjórnarfundum og verið forsætisráðherra þremur árum og tveimur mánuðum lengur en Hermann Jónasson, sá sem næstlengst hefur setið. Davíð hefur þó ekki einungis sett Íslandsmet því það þarf að fara langt aftur í söguna til að finna sambærilega embættistíð forsætisráðherra á Norðurlöndum. Frá árinu 1991 hafa fimm forsætisráðherrar verið starfandi í Noregi, þrír í Danmörku og tveir í Svíþjóð. Í forsætisráðherratíð hans hafa þrír menn gegnt stöðu forseta Bandaríkjanna og tveir forsætisráðherrar verið starfandi í Bretlandi. Það eru helst evrópskar stórkanónur síðari tíma sem hafa eitthvað í Davíð í þessu tilliti, eins og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, Charles De Gaulle Frakklandsforseti og Helmut Khol, kanslari Þýskalands, sem var við völd í sextán ár. Í dag verða það ekki einungis Davíð og Halldór sem skiptast á lyklum því Siv Friðleifsdóttir mun einnig afhenda Sigríði Önnu Þórðardóttur lyklavöld í umhverfisráðuneytinu.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira