Forsendur kjarasamninga að bresta 17. september 2004 00:01 Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Forsendur kjarasamninga eru að bresta. Grunnforsenda kjarasamninga er að verðlagsþróun verði í takt við verðbólgumarkmið Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Undanfarna mánuði hefur hún verið vel yfir því markmiði og ekkert útlit er fyrir að hún muni lækka. Heimildir Fréttablaðsins herma að ef ríkisstjórninni takist ekki að koma böndum á verðbólguna á næstunni muni verkalýðsforystan boða fulltrúa Samtaka atvinnulífsins á fund til að fara yfir stöðuna. "Vissulega er það áhyggjuefni ef hér er að verða viðvarandi verðbólga," segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags. "Það er ljóst að ef slíkt er að eiga sér stað þá er forsendum kjarasamninganna stefnt í voða. Það eru merki um að þensla sé að aukast." Sigurður segist hafa áhyggjur af því hin nýju íbúðalán bankanna muni leiða til hækkunar á íbúðaverði og þar með verðbólgu.Þá segir hann einnig ljóst að ef ríkisstjórnin muni lækka skatta á næsta ári muni það skapa enn meiri þrýsting á verðbólguna. Hann segir að þessi mál verði án efa rædd á ársfundum Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambandsins nú í haust. Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að einkaneyslan eigi enn eftir að aukast og verðbólgudraugurinn að vakna til lífsins. "Það þarf svolítið til að samningum verði sagt upp og byrjað upp á nýtt en ég vil alls ekki útloka það," segir Halldór. "Ég vona náttúrlega að mönnum takist að hafa hemil á verðbólgunni." Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið fylgjast grannt með samningamálum kennara. Ljóst þykir að ef kennarar nái sínum kröfum í gegn muni það hafa áhrif á aðra kjarasamninga frá því síðasta vetur. "Við höfum þungar áhyggjur af þessu," segir Halldór. " En við eigum erfitt með að blanda okkur inn í þetta mál. Þetta eru sjálfstæðir samningsaðilar og ráða hvað þeir gera. Þeirra kröfur eru í samræmi við könnun sem þeir gerðu, en hvort þær eru skynsamlegar eða ekki verða þeir að eiga við sjálfa sig."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent