Innlent

LÍÚ ber ábyrgð á Brimi

LÍÚ ber sína ábyrgð á úrsögn skipsins Sólbaks úr samtökunum, segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. Hann segir reginmisskilning hjá Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að ASÍ hafi hvatt til vinnustaðasamninga á borð við þann sem hann gerði við áhöfn skipsins."Málið snýst um Brim. Það er sviðsetning að stofna sérstakt fyrirtæki utan um skipið Sólbak. Brim er í LÍÚ og þar með í samtökum atvinnurekenda. Aðaleigandi og talsmaður Brims í málinu er varamaður í stjórn LÍÚ. Við teljum málið með því yfirbragði að LÍÚ verði að taka á því sem þarna er að gerast," segir Grétar. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir þá ásamt Samtökum atvinnulífsins ekki hafa stutt úrsögn skipsins úr samtökum atvinnurekenda né úrsögn áhafnarinnar úr stéttarfélögum sjómanna. "Það er félagafrelsi í þessu landi. Við höfum engin áhrif á hvað einstakir útvegsmenn gera, ekki frekar en verkalýðshreyfingin ræður ekki í hvaða félagi einstakir launþegar eru," segir Friðrik. Grétar segir þungan tón í ályktun ASÍ um samning Brims og hann sé aðför að skipulögðum vinnumarkaði. Miðstjórn ASÍ ætli að beita sér fyrir því að verkalýðsfélög verjist aðförinni með öllum tiltækum ráðum. Komist Brim upp með samning þar sem laun séu undir lágmarkskjarasamningum megi vænta að allir atvinnurekendur taki upp nýju vinnubrögðin. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×