Innlent

Hver og einn kennari verði metinn

Engar vísbendingar eru um að deilendur í kennaradeilunni séu að undirbúa nýtt útspil til að liðka fyrir lausn deilunnar. Samband ungra sjálfstæðismanna telur að eðlilegra væri að kennarar tækju það skref í faglega átt í deilunni að hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Slíkt sé mun vænlegra til árangurs en karp um kennsluskyldu og frítíma. Hvetja ungir sjálfstæðismenn sveitarfélög og kennara til að íhuga breytt fyrirkomulag samninga og einkaframkvæmd í rekstri skólastofnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×