Innlent

Tíu verkfallsbrot staðfest

Um tíu fyrirtækjum og stofnunum hefur verið bent á það skriflega að það tómstundastarf sem börnum starfsmanna er boðið upp á sé verkfallsbrot. Bréfin eru frá verkfallsnefnd kennara en ekki fæst uppgefið hvaða fyrirtæki þetta eru. Frá því verkfall hófst hafa á þriðja hundrað verkfallsverðir verið að störfum. Formaður verkfallsnefndar segir þá hafa heimsótt fyrirtækin sem um ræðir daglega og einnig hefur verið gengið í alla skóla landsins til að sjá hvort þar sé ekki allt í sómanum. Svo hefur verið en sömu sögu er ekki að segja af fyrirtækjunum tíu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um það til hvaða aðgerða verður gripið, bregðist fyrirtækin ekki við skriflegum athugasemdum verkfallsnefndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×