Innlent

Kennarar harma ummæli þingmanns

Ummæli Einars Odds Kristjánssonar, þingmanns Norð-vesturkjördæmis, í fjölmiðlum, þar sem hann sagði kennara brjóta niður stefnu þjóðarinnar með kjarabaráttu sinni, voru óheppileg að mati Kennarasambands Norðurlands vestra og þau voru hörmuð í ályktun sambandsins á aðalfundi þess í vikunni. Fundurinn taldi þetta kaldar kveðjur frá þingmanni sem fengi sínar kjarabætur reglulega frá kjaradómi baráttulaust. Þá segir að löggjafanum væri nær að tryggja sveitarfélögunum þá fjármuni sem þurfi til að geta staðið undir mannsæmandi launum grunnskólakennara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×