Mesta breyting síðari ára 30. september 2004 00:01 Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Stór hluti þjóðarinnar gengur að kjörborðinu næsta vor til að kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr liðlega eitt hundrað niður í um fjörutíu um leið og tugmilljarða verkefni verði færð frá ríki yfir til sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Félagsmálaráðherra og verkefnisstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins kynntu tillögurnar nú síðdegis en samkvæmt þeim munu íbúar í áttatíu sveitarfélögum, sem telja samtals 213 þúsund manns eða 73 prósent þjóðarinnar, kjósa um sameiningu við önnur sveitarfélög þann 23. apríl næstkomandi. Það er aðeins í fjórtán sveitarfélögum sem engin tillaga er gerð um sameiningu en meðal þeirra eru Kópavogur, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Akranes og Vestmannaeyjar. Íbúar Reykjavíkur munu hins vegar kjósa um sameiningu við Kjósarhrepp og Garðbæingar um sameiningu við Bessastaðahrepp. Lagt er til að Suðurnes verði gerð að einu sveitarfélagi, Snæfellsnes verði allt sameinað í eitt, norðanverðir Vestfirðir sameinist, Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, Ölfus og Flói renni saman í eitt, þar með Selfoss og Hveragerði, og uppsveitir Árnessýslu verði eitt sveitarfélag svo nokkrar tillögur séu nefndar. Um leið er lagt til að verkefni sem kosta 20-30 milljarða á ári verði færð frá ríki til sveitarfélaga. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að gangi tillögurnar eftir verði þetta einhver mesta þjóðfélagsbreyting seinni ára á Íslandi. Hann segir sveitarfélögin eflast mjög við þetta en í breytingunum felist að þau taki að sér þjónustu við fatlaða, ákveðna þætti heilbrigðisþjónustunnar, öldrunarþjónustu, ákveðna þætti þjónustu á sviði vinnumála og fleira í þeim dúr. „Við höfum látið okkur detta í hug að til gæti orðið eitthvað sem héti velferðarstofa sveitarfélaganna þar sem íbúar gætu sótt þjónustu á þessum sviðum á einn stað,“ segir félagsmálaráðherra. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir sveitarstjórnarmenn munu fara yfir þessar tillögur næstu tvo mánuði og koma með ábendingar að því loknu. Hann segir ekki víst að endanleg tillaga verði nákvæmlega með sama hætti og var kynnt á fundinum í dag. Félagsmálaráðherra hvetur íbúa sveitarfélaganna til að kynna sér tillögurnar því það skipti miklu máli. Þetta sé jú gert til þess að auka þjónustuna við fólkið í landinu.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira