Fyrirtæki ekki rekin með ógnunum 6. október 2004 00:01 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira