Handteknir á kajanum 6. október 2004 00:01 Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðgerðum forsvarsmanna hagsmunasamtaka sjómanna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með handtöku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir fóru fluttir á lögreglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skipverjum á Sólbaks sem Brim á Akureyri gerir út. Þeir segja launagreiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjómennina vera undir samningsbundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjómennirnir skuli standa utan stéttarfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjómannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mínútur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfsmenn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnarstjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfnina vegna ástands sem þar ríkti. "Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lögmætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða," áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að mennirnir væru handteknir að beiðni hafnaryfirvalda. Forsvarsmenn samtaka sjómanna sem handteknir voru í gær, eru þeir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambands Íslands og formaður Sjómannasambands Eyjafjarðar, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands, Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira