Þrískipting valdsins
Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugsson, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum.
Þegar því hefur verið kippt í liðinn, liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórnarskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýðveldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæstvirtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. föstudag. Franski stjórnspekingurinn Montesque var að líkindum ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu, að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tímabærrar endurskoðunar, færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikanum. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald beri að aðgreina.
Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Framkvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dómsvaldsins, sem við nefnum hæstarétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokksins, að færa okkur nær heilbrigðara og nútímalegra lýðræðissamfélagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafa vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga.
Skoðun

Farsæl framfaraskref á Sólheimum
Sigurjón Örn Þórsson skrifar

Austurland – þrælanýlenda Íslands
Björn Ármann Ólafsson skrifar

Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar

Atvinnustefna er alvöru mál
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

1984 og Hunger Games á sama sviðinu
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting
Hrönn Egilsdóttir skrifar

Betri leið til einföldunar regluverks
Pétur Halldórsson skrifar

Af Millet-úlpum og öldrunarmálum
Þröstur V. Söring skrifar

Charlie og sjúkleikaverksmiðjan
Guðjón Eggert Agnarsson skrifar

Nú þarf bæði sleggju og vélsög
Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar

Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra
Fróði Steingrímsson skrifar

Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

„Words are wind“
Ingólfur Hermannsson skrifar

Ert þú meðalmaðurinn?
Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Flumbrugangur í framhaldsskólum
Jón Pétur Zimsen skrifar

Miðbær Selfoss vekur ánægju
Bragi Bjarnason skrifar

PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi?
Elísa Ósk Línadóttir skrifar

Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla
Melissa Anne Pfeffer skrifar

Be Kind - ekki kind
Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar

Illa verndaðir Íslendingar
Sighvatur Björgvinsson skrifar

Viðreisn afhjúpar sig endanlega
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Frelsi til sölu
Erling Kári Freysson skrifar

Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig?
Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar

Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Viðreisn lætur verkin tala
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Sterkara framhaldsskólakerfi
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi
Jón Frímann Jónsson skrifar