Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar 28. október 2025 17:02 Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið reglulega ýjað að því að breyta fyrirkomulagi í fjölda kennsludaga og lengd náms á svo til öllum skólastigum. Að stytta sumarfrí og fjölga kennsludögum í grunnskólum, aukin krafa um að börn byrji fyrr á leikskólum, og þá hugmyndir um að þau myndu líka byrja fyrr í grunnskóla. Það hefur líka verið talað um að taka út 10. bekkinn og byrja fyrr í framhaldsskóla, nú og stytta hann líka. Það hefur gengið eftir í framhaldsskólunum þegar hann var styttur úr fjórum í þrjú ár 2014. En á sama tíma erum við sífellt að gera kröfur um lengra háskólanám. Er það ekki frekar öfugsnúið? Einu sinni þótti fullgott að hafa klárað gaggó, svo þegar fram liðu tímar var stúdentinn næsti staðall, svo bakkalár og núna er lenskan að enginn sé gjaldgengur nema vera með meistaragráðu. Hvar endar það, það hafa ekki allir tíma til að verða doktorar, sem myndi auk þess útþynna virði doktorsgráðunnar. Ég er auðvitað að færa í stílinn, en þetta er samt eitthvað sem ég tel áhyggjuefni. Sérstaklega þar sem það lítur út fyrir að lengd háskólanáms sé langt frá því að vera ávísun á hærri tekjur. Er ekki hagkvæmara fyrir samfélagið að skila nemendum vel undirbúnum fyrr út úr skólakerfinu og þeir geti þá valið sér háskólanám seinna þegar þau eru komin með reynslu af atvinnulífinu og vita þá í alvörunni hvað þau vilja leggja fyrir sig? Eða þarf að endurskoða háskólanám svo það sé í meiri tengingu við atvinnulífið og hæft sé að sinna fullri vinnu með því? Er sjálfbært að obbi landsmanna sé í besta falli að standa upp af skólabekk hálf þrítug að aldri? Hvað finnst ykkur, kæru lesendur? Höfundur er kennari.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun