Bandaríkjamenn fá flest verðlaun 13. október 2004 00:01 Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira