Bilið fer vaxandi 18. október 2004 00:01 Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira