Ný goshrina hafin 2. nóvember 2004 00:01 Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Næstu 60 til 80 árin má búast við tíðum eldgosum í Vatnajökli að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðfræðings. Ekki er búist við miklu hlaupi í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Mannvirki ekki talin í hættu. "Nú er að að öllum líkindum að hafin ný goshrina í Vatnajökli," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur. "Hún hófst með Gjálpargosinu árið 1996. Síðan kom gosið í Grímsvötnum árið 1998 og þetta gos passar alveg inn í mynstrið." Magnús Tumi segir að goshrinur í Vatnajökli séu lotubundin. Loturnar standi yfir í 60-80 ár þar sem gos verða á 5-10 ára fresti en þess á milli líði lengra á milli gosa. Hann segir greinilegt að nýtt gosvirknitímabil sé hafið. Eldgosið núna er heldur stærra en gosið sem varð í Grímsvötnum árið 1998, en miklu minna en gosið sem varð í Gjálp árið 1996. Magnús Tumi segir að gosið í Gjálp hafi verið allt öðruvís en gosið núna. "Það var allt undir jökli. Þetta gos er ekki nema að litlu leyti undir jökli það fer í gegnum jökulinn en gýs að mestu leyti upp í andrúmsloftið." Viðvarandi og vaxandi skjálftavirkni undir Grímsvötnum síðustu tvær vikur olli því að eldgosið, sem hófst klukkan 21.50 í fyrrakvöld, kom jarðfræðingum ekki á óvart. Magnús Tumi segir að það sem sé einna merkilegast við gosið sé að þegar hlaupið hafi farið af stað fyrir fáeinum dögum hafi vatnsþrýstingurinn minnkað í Grímsvötnum. Það hafi ollið því að kvikan hafi átt auðveldara með að brjótast upp. Hann segir þetta í takt við tilgátu sem Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur setti fram um Grímsvatnagos fyrir fimmtíu árum. Gífurlegt hlaup varð árið 1996 þegar gos varð í Gjálp, skammt norðan við Grímsvötn. Þá skolaði brúnni yfir Gígjukvísl á haf út, Skeiðarárbrúin laskaðist talsvert en brúin yfir Núpsvötn stóðst áhlaupið. Ekki er búist við nærri jafn miklu hlaupi í kjölfar gossins nú. Magnús Tumi segist ekki hafa trú á að brýr á Skeiðarársandi séu í einhverri hættu nú. Til þess þurfi eitthvað óvænt að gerast. Gosmökkurinn við Grímsvötn teygir sig nú allt að fjórtán kílómetra upp í himininn. Hann var það mikill í gær stórt svæði norð-austur af gosstöðvunum var lokað fyrir flugumferð. Til dæmis var ekki flogið til Akureyrar eða Egilsstaða um tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er búist við suðlægri átt í dag þannig að gosmökkurinn heldur áfram að berast í norð-austur. Gosvefur VeðurstofunnarMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYND/Heiður ÓskMYNDYHeiður ÓskMYND/HjaltiMYND/Hjalti
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Innlent Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira