Sagði af sér formennsku 6. nóvember 2004 00:01 Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar. Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Bæjarstjórnarfulltrúar Vestmannaeyjabæjar urðu mjög undrandi þegar Guðjón Hjörleifsson las upp úr bréfi á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Í bréfinu voru lögfræðingar eigenda Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum að forvitnast um stöðu viljayfirlýsingar sem Andrés Sigmundsson hafði skrifað undir fyrir hönd Verkefnastjórnar Menningarhúss í Vestmannaeyjum þann 12. október. Engin nema Andrés vissi um þessa yfirlýsingu. Síðan hún var undirrituð hefur verið haldinn fundur í bæjarstjórn og hjá verkefnastjórninni án þess að hún hafi verið rædd. Andrés segir það ekki skipta máli að hann hafi ekki sagt bæjarstjórn frá yfirlýsingunni en viðurkennir að það hefði verið eðlilegt að kynna þetta fyrir verkefnastjórninni. Í viljayfirlýsingunni komu fram hugmyndir um bæjarsjóður og ríkið muni kaupa húsið fyrir um 153 milljónir. Hluta af því yrði greitt með fasteign í eigu Vestmannaeyjabæjar sem síðan yrði leigð af nýjum eigendum til lengri tíma. Fram kemur að samkomulagið sé háð formlegu samþykki verkefnastjórnarinnar og eigendum Fiskiðjuhússins. Andrés segir viljayfirlýsinguna ekki fela í sér neina skuldbindingu."Þessi tala hefði aldrei komið til greina, það vita allir. Ég taldi það skyldu mína sem formanns að ganga í þessa hluti." Eftir að bæjarstjórnarfundi lauk sendi Andrés frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagði tímabundið af sér formennsku í bæjarráði Vestmannaeyja og formennsku verkefnastjórnarinnar. "Ég taldi rétt við þessar aðstæður að á meðan málin eru skoðuð að víkja til hliðar á meðan málin eru skoðuð. Mér finnst það heiðarlegt af mér og drengilegt." Lúðvík Bergvinsson segir þær hugmyndir sem birtust í yfirlýsingunni vera fráleitar og aldrei komið til greina. Hann styður ákvörðun Andrésar að láta af formennsku. Arnar Sigurmundsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir viljayfirlýsinguna hafa komið öllum nema Andrési í opna skjöldu. "Þarna er einstaklingur að búa sig undir það að skuldbinda sig um kaupa fasteign og selja fasteign bæjarsjóðs, algjörlega í heimildarleysi. Þessi gjörningur hefur ekkert gildi og maðurinn er að axla þá ábyrgð að hætta fyrir bragðið." Bæjarráð mun koma saman í dag, án Andrésar Sigmundssonar.
Fréttir Innlent Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira