Dómur hvatning fyrir fórnarlömb 12. nóvember 2004 00:01 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira