Sjálfsvíg fátíð í fangelsum 17. nóvember 2004 00:01 Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira