Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd 30. nóvember 2004 00:01 Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Verðlagning internettenginga til almennings virðist í mörgum tilvikum miða við að takmarka niðurhal frá útlöndum, þrátt fyrir að ekki sé verið að nýta nema brot af gagnaflutningsgetunni sem fyrir hendi er. Algengt er að notendur séu rukkaðir um ákveðna krónuupphæð fyrir hvert megabæt gagna sem hlaðið er niður í mánuði umfram það sem áskriftarskilmálar kveða á um. Nú gætir nokkurs titrings meðal fyrirtækja sem selja aðgang að Internetinu vegna tilboðs fyrirtækisins Hive um erlent niðurhal án umframgjalds. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, telur að ef til vill þyrfti endurskoða verðlagningu bandbreiddar hér. "Við erum með þessa bandbreidd og búið að leggja út fyrir henni, en nýtingin er ekki í samræmi við möguleikana," segir hann, en með tilkomu Farice sæstrengsins sem tekinn var í notkun í byrjun febrúar margfaldaðist flutningsgetan frá því sem áður var þegar CANTAT-3 sæstrengurinn var einn um að tengja landið við útlönd. Hrafnkell bendir á að ekki sé verið að nýta nema lítinn hluta gagnaflutningsgetunnar sem búið er að tryggja frá landinu um Farice strenginn. "Ég tel að ríkisstjórnin og stjórn Farice sé á villigötum með verð og kostnað við útlandatengingar um sæstrenginn," segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson, formaður Inter - samtaka aðila er veita netþjónustu. "Það er rétt að bandbreiddin er næg, en verðlagningin er bara þannig að það er ekki nema fyrir Símann og Og Vodafone að versla við Farice." Guðmundur Kr. segir smærri netþjónustur nær alfarið með útlandagáttir um CANTAT-3 sæstrenginn, enda muni margfalt á verði. Hann segist þeirrar skoðunar að ríkið hefði átt að greiða niður kostnað við Farice um að minnsta kosti tvo þriðju. "Það nýta sér að minnsta kosti 90 þúsund manns tenginguna til útlanda á degi hverjum með kannski fara 90 bílar um Héðinsfjarðargöng sem ríkið greiðir á Norðausturlandi," segir hann og bendir á að á meðan kostnaður Íslands við lagningu Farice hafi verið tæpir 3 milljarðar kosti jarðgöng 5 til 6 milljarða.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent