Ingólfur sagði ósatt 5. desember 2004 00:01 Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur. Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira
Máli Ingólfs Axelssonar og Þórs virðist hvergi nærri vera lokið en um helgina kom fram myndband af hasarnum í íþróttahöllinni á Akureyri. Á þessu myndbandi sést greinilega að ummæli Ingólfs eftir leikinn standast engan veginn og að hann sagði hreinlega ósatt. Í viðtali við Fréttablaðið eftir leikinn sagði Ingólfur: "Strákarnir í 3. flokki Þórs byrja að ögra mér þegar ég geng í átt að klefanum og stíga fyrir mig. Þá ýtti ég þeim bara í burtu en um leið sé ég að allt verður vitlaust. Ég var sjálfur alveg rólegur." Á myndbandinu sést greinilega að Ingólfur tekur lykkju á leið sína til búningsklefa, sem var greið, og stígur þrjú skref til vinstri svo hann geti stuggað við einum 3. flokks stráknum. Einnig sést á myndbandinu að Ingólfur er ansi æstur á þessum tíma en ekki eins rólegur og hann vildi vera láta. Fréttablaðið hafði samband við Ingólf í gær og spurði hann að því af hverju hann hefði sagt ósatt. "Ég er úti í París og á eftir að sjá þetta myndband. Ég greindi bara frá hlutunum eins og mér fannst þeir hafa verið á þessum tíma. Það er nú oft þannig að maður upplifir hlutina öðruvísi þegar maður er mjög heitur," sagði Ingólfur. Fréttablaðið hafði einnig samband við fyrirliða Framara, Guðlaug Arnarsson, en hann ver ekki gjörðir Ingólfs þó hann vilji sjá ákveðnar breytingar á dómi aganefndar. "Alvarleikinn í broti Ingólfs sést greinilega á þessu myndbandi en dómurinn er samt ekki í samræmi við aðra dóma aganefndar í vetur. Brot Þórsarana sést líka greinilega á myndbandinu og þeir verða að axla sína ábyrgð í þessu máli. Ef aganefndin ætlar að halda þessu banni á Ingólfi til streitu þá verða þeir að þyngja refsinguna sem Þór fékk," sagði Guðlaugur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Sjá meira