Fischer ekki eini vitleysingurinn 17. desember 2004 00:01 Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. Enn er óvíst hvort Bobby Fischer kemur hingað til lands, þrátt fyrir áhuga hans og tilboð stjórnvalda. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir Fischer bjóðast sérmeðferð sem sé ekki fordæmisgefandi. Hann sé sérstakur einstaklingur sem sé í þessari sérstöku stöðu, og vegna tengsla hans við landið og „hina miklu atburði“ þá hefur verið ákveðið að hann skuli fá sérmeðferð. „Við höfum gert það áður í sögunni, t.a.m. þegar Vladimir Askhenazy var gerður að íslenskum ríkisborgara þá var það gert með hraðmeðferð í gegnum þingið vegna sérstakra tengsla hans við landið,“ segir Davíð. Fischer er lýst sem ofsóknarbrjáluðum einbúa með öfgakenndar skoðanir. Spurður hvort hann hafi ekki áhyggjur af því að skáksnillingurinn verði til tómra vandræða segir Davíð að vel megi vera að hann eigi erfitt skap og þess háttar, en hann yrði þá ekki eini vitleysingurinn hér á landi. Íslensk stjórnvöld munu aðstoða Fischer og konu hans við að komast til landsins og greiða götu þeirra fyrst um sinn, en síðan verða þau á eigin ábyrgð. Fregnir af tilboði Íslendinga komu flatt upp á stjórnvöld í Washington sem vilja fangelsa Fischer fyrir að brjóta viðskiptabann við Júgóslavíu árið 1992. Davíð segist ekki hafa áhyggjur af því að Bandaríkjamenn taki tilboðið illa upp, málið hafi verið útskýrt fyrir þeim og ítrekað að með þessu sé ekki tekið undir málflutning Fischers. Davíð efast um að Bandaríkjamenn krefjist framsals Fischers, en jafnvel þó svo þeir geri það er ekkert sem segir að Íslendingar verði að verða við því. Hann segir að ef um brot hafi verið að ræða þegar Fischer tefldi við mann með franskt vegabréf, þ.e. Boris Spasský, með þýskum dómara í Júgóslavíu árið 1992, þá sé ljóst að það brot sé fyrnt samkvæmt íslenskum reglum. Óljóst er hvert næsta skref í málinu verður. Japanskir dómstólar verða að taka fyrir kæru Fischers, sem hann neitar að láta falla niður, en hann kemst ekki úr landi fyrr málið er til lykta leitt. Talsmenn hans sögðu í Tókýó í morgun að Fischer og frú biðu þess nú að komast hingað til lands.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira