HK sterkara á endasprettinum en Afturelding 9. nóvember 2005 07:00 Hornamaðurinn Brynjar Valsteinsson fór mikinn í HK-liðinu í gær og dró vagninn lengstum fyrir liðið gegn Aftureldingu. Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum. Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Það var ekkert gefið eftir í leik Aftureldinngar og HK í 16-liða úrslitum SS-bikarsins í gær n Kópavogsbúar gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn þar sem þeir sigruðu Aftureldingu, 28-23. Leikmenn liðanna mættu hressir til leiks í Mosfellsbænum í SS-bikarnum í gærkvöld og röðuðu inn mörkum á upphafsmínútum. Eftir að leikurinn róaðist og komst í jafnvægi komst Afturelding hægt og bítandi yfir þó svo að markmaður HK, Arnar Reynisson, hafi haldið þeim inn í leiknum. Vörn HK skánaði þó þegar líða tók á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska, handahófskenndur og óöruggur. Í seinni hálfleik var allt annað upp á teningnum og HK ætlaði augljóslega ekki að tapa öðrum leiknum gegn kjúklingunum úr Mosfellsbæ á nokkrum dögum. Arnar hélt áfram að verja og liðið var fljótt komið með fjögurra marka forskot. Um miðjan síðari hálfleikinn óð Ásgeir Jónsson í andlitið á Elíasi Halldórssyni, fyrrverandi leikmanni Aftureldingar, sem lá óvígur á eftir í þónokkra stund. Allt HK liðið virtist slegið og Afturelding náði á klóra sig inn í leikinn og minnkaði muninn í 22-23 þegar átta mínútur voru eftir. Það var ekki síst að þakka góðri innkomu Davíðs Svanssonar, sem leysti Guðmund Hrafnkelsson af í markinu. En á lokasprettinum var það sigurviljinn sem skildi liðin að og HK sigldi fram úr. Lokatölur 23-28. Maður leiksins var án vafa Arnar markmaður HK; "Við vorum allt of linir við þá í fyrri hálfleik en það lagaðist í síðari hálfleik. Það hjálpaði mér mikið að hafa kortlagt þá í leiknum um daginn og tapið þá gerir þetta ennþá sætara. Þetta er virkilega sætur sigur" sagði Arnar úrvinda í gleðivímu að leik loknum.
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira