Ætla að kæra Impregilo 6. janúar 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar að kæra Impregilo til Vinnueftirlitsins fyrir að brjóta ákvæði um hámarksvinnutíma. Hitastig í svefnskálum við Kárahnjúkavirkjun fór niður í tíu stig í desember. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir skálana ekki byggða fyrir íslenskar aðstæður. Flestir starfsmenn Impregilo við Kárahnjúka, eða rúmlega átta af hverjum tíu, eru ófaglærðir verkamenn. Lágmarkslaun þeirra eru 110 þúsund fyrir dagvinnu. Kjarasamningar hafa ekki verið virtir hvað varðar erlenda verkamenn að mati verkalýðshreyfingarinnar. Í yfirlýsingu frá Impregilo segir hins vegar að fyrirtækið hafi frá upphafi greitt laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum og að það frábiðji sér frekari ásakanir verkalýðsfélaganna. Impregilo telur að samkvæmt samkomulagi frá 2003 eigi verkamaður að fá að lágmarki sömu nettólaun útborguð í Portúgal, að teknu tilliti til skatta og kostnaðar starfsmannaleiga þar í landi, og verkamaður sem fær útborgað á Íslandi eftir að skattar og launatengd gjöld hafa verið dregin frá. Þetta á sér hins vegar ekki stoð í virkjanasamningi að mati verkalýðshreyfingarinnar. Vinnuskálar voru einangraðir í fyrra upp á nýtt eftir að þök hrundu í fyrravetur undan snjó og vatni. Heilbrigðiseftirlitið vildi loka tveimur eða þremur skálum í fyrrahaust en fyrirtækið fékk frest hjá umhverfisráðherra til að bæta úr. Of margir voru í hverju herbergi og salernisaðstaða var endurbætt. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að þrátt fyrir úrbætur hafi hitastig í svefnskálunum farið niður í tíu gráður í desember, enda séu þeir ekki gerðir fyrir íslenskar aðstæður. Starfsgreinasambandið kannar nú hvort ákvæði um hámarksvinnutíma hafi verið brotin að Kárahnjúkum. Skúli segir að menn séu að vinna um það bil sextíu vinnustundir á viku, en eðlilegur vinnutími samkvæmt viðmiðunarreglum sé fjörutíu og átta stundir. Málið verði kært til Vinnueftirlits ríkisins.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira