Skáld mennskunnar 21. janúar 2005 00:01 Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir (sussa@frettabladid.is) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil menningarveisla stendur yfir þessa helgina, bæði norðan heiða og sunnan, á Akureyri og í Reykjavík til þess að fagna því að hundrað og tíu ár eru liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Opnaðar hafa verið sýningar á handritum hans, bréfum og munum, ljóð hans lesin og sungin og Davíð er skáld mánaðarins á skolavefur.is Það er oft sagt um listamenn að þeir séu ástsælastir sinna starfsbræðra meðal þjóðarinnar, án þess að nokkur pæli í því hvað í því felst. Hvað Davíð Stefánsson varðar, er hægt að segja að hann sé ástsælasta ljóðskáld þjóðarinnar fyrr og síðar - og færa rök fyrir því. Fyrsta ljóðabók Davíðs, Svartar fjaðrir, kom út 1919 og vakti þjóðarathygli. Þar kvað ekki einasta við nýjan tón, sem átti svo greiðan aðgang að hjörtum þjóðarinnar að ljóð hans voru strax á hvers manns vörum, heldur hefur engum tekist að leika þennan tón eftir. Enn í dag, þegar ekki er hægt að selja ljóðabækur, selst ljóðasafn Davíðs. Það er nokkuð merkilegt að um þrjátíu ára tímabil þótti Davíð Stefánsson ekki fínn pappír meðal þeirra sem ákveða hver er inni og hver úti. Ljóð hans voru sögð gamaldags tilfinningavellur, í besta falli. Skipun dagsins var atómskáldskapur, allt sem var stuðlað og rímað var alvont. Við, sem höfum dáð og dýrkað Davíð frá blautu barnsbeini, sátum þetta óværutímabil af okkur, fórum heim að loknum vinnudegi og fundum sálarfrið í því að lesa ljóðin hans. Svo kom að því að hundrað ár voru liðin frá fæðingu þessa dýrlega skálds og verk hans voru endurútgefin. Það var tími til kominn. Það sem helst einkennir ljóðasmíðar Davíðs Stefánssonar er einstakur hæfileiki til að miðla því hvað það kostar að vera manneskja. Gleði, sorg, kæti, illska, söknuður, fögnuður, reiði, fyrirgefning, sátt, græðgi, skortur á samúð, ást og höfnun; allt sem manneskjan burðast með í tilfinningakerfinu á lífsleiðinni birtist í látlausum, skýrum myndum af gamalli konu sem kyndir ofn, ungri konu sem smá fölnar með brúðarskóna í höndunum í vonlausri bið eftir elskhuganum, ungum manni sem biður elskuna sína að flytjast með sér í dalinn þar sem hann ætlar að byggja og nema land, syndugum manni sem krýpur við krossins helga tré - og þannig mætti lengi telja. Ljóðmælandinn í verkum Davíðs birtist okkur á ólíkan hátt hverju sinni - en hann talar alltaf frá hjartanu. Og hjartað er skrítin skepna, hverful í meira lagi. Sjálfur var Davíð ekkert of sterkur á svellinu í því leikriti mannlífsins sem krefst þess að allir séu vammlausir. Hann var bara nokkuð skrautlegur og skóf ekkert af þeirri reynslu sinni í ljóðum sem hann orti um drykkjuskap og afleiðingar hans. Hann lifði eins og hann best kunni i stað þess að reyna að falla inn í einhverja tiltekna hópa, eða hlýða hegðunarstýringu. Auðvitað fylgir því þjáning og sú þjáning birtist líka í ljóðum hans. Það má segja að sál hans nakin birtist í hverju ljóði og finni hljómgrunn í sálum okkar allra. Ljóðsnilld Davíðs hefur aldrei snúist um það hvort hann stuðlar eða rímar, ekki heldur um íslenska tungu, þótt vald hans á henni sé ótvírætt. Hann hefði orðið ástsælasta skáld hverrar þeirrar þjóðar sem hann fæddist til, vegna þess að hann er skáld mennskunnar, óháður tíma og rúmi, tísku, stefnum og straumum. Við getum horft á spegilmynd okkar leyndust sálarkima í ljóðum hans. Súsanna Svavarsdóttir (sussa@frettabladid.is)
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun