Rússneski björninn aldrei veikari 26. janúar 2005 00:01 Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira
Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Martin skoraði 11 stig í naumu tapi Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Elísa: Ég hefði kosið sigur Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Vann Djokovic og tvöfaldaði verðlaunaféð á öllum ferli sínum Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ríkjandi heimsmeistara neitað um vegabréfsáritun inn í landið Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sjá meira