Skiptar skoðanir 2. febrúar 2005 00:01 Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri einstaklega erfitt að að púsla saman góðri vörn hjá liðinu þar sem það væri einfaldlega verulegur skortur á góðum íslenskum varnarmönnum í dag. Viggó lét lið sitt spila ýmis afbrigði af varnarleik í Túnis; best gafst 5-1 vörnin með annaðhvort Arnór Atlason eða Alexander Peterson sem fremsta mann, en allir geta verið sammála um að 3-2-1 vörnin, sem Viggó hefur látið lið sín spila í gegnum tíðina, var skelfileg og gekk engan vegin upp á mótinu. Viggó hefur sagt að hann hafi ekki mannskap til að leika hina flötu 6-0 vörn sem íslenska liðið hefur venjulega spilað í gegnum tíðina og því kjósi hann að notast ekki við það varnarafbrigði. Skiptar skoðanir eru á hvernig menn vilja sjá varnarlínu íslenska liðsins og fékk Fréttablaðið þrjá kunna þjálfara til að stilla upp varnarlínunni eins og þeir vilja sjá hana. Þetta eru þeir Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, Árni Stefánsson, þjálfari HK og Sigurður Bjarnason, þjálfari Stjörnunnar. Allir hafa þeir mismunandi sýn á hvernig varnartaktík myndi henta liðinu best og vilja allir sjá ákveðnar mannabreytingar í vörn liðsins. Gengið var útfrá því að þeim stæði allir heilir leikmenn til boða, auk þess sem Jalesky Garcia var gjaldgengur, þar sem ekki eru allir á einu máli um hvernig tekið var á því máli áður en keppnin hófst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira