Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn 3. febrúar 2005 00:01 Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar. Ólga hefur verið í framsóknarfélögum undanfarið. Þar bítast menn um sæti á komandi flokksþingi, þinginu þar sem kosið verður í æðstu embætti flokksins. Karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sem miði að því að styrkja stöðu bræðranna Páls og Árna Magnússona. Átökin eru talin vísbending um það að ekki verði sjálfkjörið í æðstu embætti flokksins á flokksþinginu. Jafnvel gæti Halldór mögulega hugsað sér að víkja úr formannsstólnum fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum. Halldór er nú í fríi erlendis en Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður hans, segir Halldór ekki vera á leiðinni úr stjórnmálum. Hann sé tiltölulega nýorðinn forsætisráðherra og ekki sé annað í spilunum en hann gefi áfram kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins. Útilokað verður að teljast að Árni fari beint gegn Halldóri og fullyrt er að hann hafi ekki í hyggju að bjóða sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni. Ritaraembættinu gegnir nú Siv Friðleifsdóttir. Björn Ingi hvetur framsóknarmenn til að slíðra sverðin. Hann segir ýmislegt segja sér að komandi flokksþing muni einkennast af sættum og menn muni þar reyna að leggja niður deilur innan einstakra félaga. Björn segir reyndar ekkert óeðlilegt að tekist sé á um persónur þegar kemur að aðalfundum. Beðið er með eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld. Á fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi á að kjósa í stjórn og velja 21 fulltrúa á flokksþingið. Í dag nánast tvöfaldaðist fjöldi félaga þess félags því á annað hundrað manns skráði sig. Búsit er við miklum átakafundi. Hins vegar á að velja á sjötta tug fulltrúa á fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður í kvöld. Hverjir verða valdir gæti haft nokkur áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira