Losað um völdin Hafliði Helgason skrifar 14. febrúar 2005 00:01 Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar