Formannskjör ekki útilokað 25. febrúar 2005 00:01 p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
p>Kristinn H. Gunnarsson útilokar ekki að hann bjóði sig fram til eins af forystuembættum Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hefst í dag. "Ég útiloka ekkert í þeim efnum og ligg ekkert á þeim áformum mínum að vinna að auknum áhrifum mínum innan flokksins," sagði Kristinn. Búist er við átökum um nokkur stór málefni á þinginu, þar á meðal Evrópumál, og hafa drög að ályktunum flokksþingsins þegar valdið titringi innan flokksins. Í þeim kom fram að stefna ætti að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sögðu í samtali við Fréttablaðið í gær að þetta atriði hefði komið þeim á óvart. "Framsóknarflokkurinn hefur farið mjög rækilega í gegnum Evrópumálin og sett fram stefnu sína með skýrum hætti. Við teljum að áfram eigi að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og ég tel ekki tímabært að stíga nein þau skref sem þarna er lýst, enda er það ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar," sagði Árni. "Þetta hefur vissulega valdið titringi. Verði þetta samþykkt á þinginu yrði það breyting á stefnu flokksins," sagði Guðni. Auk Evrópumálanna er búist við því að tekist verði á um ýmis önnur mál, svo sem hvort selja eigi grunnnetið með Símanum, hugsanlega einkavæðingu Landsvirkjunar og þær hækkanir sem orðið hafa á orkuverði. Kristinn sagðist auk þessa eiga von á því að rætt verði um stjórnarsamstarfið, slæma stöðu Framsóknarflokksins, hægri sveiflu flokksins og starfshætti. "Teknar hafa verið ákvarðanir í mikilvægum málum án þess að fram fari nauðsynleg umræða innan flokksins og stundum þingflokksins og get ég nefnt fjölmiðlamálið, Íraksmálið og Landsvirkjun sem dæmi um það," sagði hann. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málefni flokksþingsins í gær.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira