Læti og hörkuslagsmál 25. febrúar 2005 00:01 ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið." Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
ÍR og HK mætast í úrslitaleik SS-bikars karla í dag og rétt eins og hjá konunum fer leikurinn fram í Laugardalshöll. Þarna leiða saman hesta sína tvö af skemmtilegustu liðum landsins og má fastlega búast við því að leikurinn verði fjörugur og spennandi. Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, er á leið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik, eins og flestir félaga hans, og tilhlökkunin leynir sér ekki hjá honum. "Ég setti mér það markmið fyrir nokkrum árum að ég myndi aldrei fara í Höllina fyrr en ég kæmist þangað sjálfur og ég hef staðið við það loforð. Það verður því ákaflega ljúft að mæta þangað núna til þess að spila," sagði Bjarni en leið ÍR-inga í úrslitin var ekki auðveld enda þurftu þeir að ryðja bæði Haukum og ÍBV úr veginum á leið sinni í Höllina. ÍR-liðið hefur verið nálægt því að vinna bikar síðustu ár en leikmönnum liðsins hefur ekki enn tekist að stíga skrefið til fulls og því spyrja margir sig að því hvort það sé ekki kominn tími á að liðið losi sig við stimpilinn að vera efnilegt og verði einfaldlega gott. "Við erum meira en efnilegir að mínu mati en það er alveg rétt að það er kominn tími á titil. Við erum búnir að bíða eftir því lengi en það hlýtur að vera komið að okkur núna," sagði Bjarni en ÍR tapaði fyrir HK fyrir ekki margt löngu. Hann lofar að bæta fyrir það tap í Höllinni í dag. "Við vorum mjög slakir í þeim leik en við ætlum að gera betur núna. Ég held að þetta verði rosalegur leikur og mig er farið að kitla í puttana því þetta verða mikil læti og hörkuslagsmál. Ég ætla að vinna þennan leik. Það kemur ekkert annað til greina," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR. Miglius Astrauskas, þjálfari HK, tekur lítið fyrir umræddan sigur sinna manna um daginn og segir dagsformið koma til með að ráða úrslitum. "Í úrslitaleikjum snýst þetta um hvort liðið hafi meiri vilja. Þetta eru mjög áþekk lið og ég tel líkur beggja vera jafnmiklar. Ef við spilum okkar leik tel ég að við munum sigra," segir Astrauskas. HK vann bikarinn fyrir tveimur árum síðan og segir Astrauskas að það muni hjálpa liðinu í leiknum í dag. "Mínir menn hafa þarmeð reynslu sem ÍR-ingar hafa ekki. Sú reynsla gæti ráðið úrslitum þegar uppi er staðið."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira