Reyna að leysa mál Fischers 1. mars 2005 00:01 Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Íslensk sendinefnd hélt til Japans í dag til að knýja á um lausn skáksnillingsins Bobbys Fischers. Sæmundur Pálsson sem þegar er kominn til Japans segist hlakka til að hitta þennan forna vin sinn. Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobbys Fischers, fær að heimsækja hann á morgun. Þeir munu ræða saman í gegnum gler í búðunum þar sem Fischer er í haldi. Í dag fór sérstök sendinefnd frá Íslandi til Japans til að knýja á um að Fischer yrði látinn laus. Garðar Sverrisson í stuðningshópi Fischers segir að verið sé að bregðast við ósk Fischers og nánustu stuðningsmanna hans í Japan um að fylgja eftir þeim þrýstingi sem íslensk stjórnvöld hafi þegar sett á þau japönsku um að leysa Fischer úr varðhaldi og veita honum greiða og örugga heimför. Það var Bobby Fischer sjálfur sem óskaði eftir því að sendinefndin kæmi til Japans en nefndin hefur þegar óskað eftir fundum með utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra Japans. Verði Bobby Fischer enn í haldi í byrjun næstu viku hefur nefndin verið beðin um að koma fram á fréttamannafundi í Tókýó næstkomandi mánudag þar sem gerð verður grein fyrir mikilvægum upplýsingum sem ekki hafa komið fram áður. Sæmundur Pálsson er bjartsýnn á að Bobby Fischer verði látinn laus og fái að koma til Íslands. Hann segir að hann hafi ekki verið sérlega bjartsýnn áður en hann hafi rætt við Davíð Oddsson utanríkisráðherra síðastliðinn föstudag. Eftir það samtal hafi honum liðið mun betur. Hann sé bjartsýnn núna og menn færu ekki svo langt ferðalag öðruvísi. John Bosnitch í stuðningsmannahópi Fischers í Japan segist aðspurður vona að málið leysist innan tveggja vikna því hann geti ekki ímyndað sér að íslensk stjórnvöld sendi vegabréf til Japans en afhendi Fischer það ekki. Því gangi hann út frá því að tilgangurinn með því að senda vegabréfið sé að afhenda Fischer það. Sæmundur hitti Fischer í fyrsta skipti í 33 ár á morgun. Aðspurður hvernig það leggist í hann segir Sæmundur að tilhlökkunin sé meiri en kvíðinn. Að vísu viti hann að þeir hafi báðir breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er en þetta verði eflaust ánægjufundir. Sendinefndin, sem hélt utan í dag, segist hafa tromp uppi í erminni sem verði spilað út ef annað þrýtur og japönsk stjórnvöld neiti að láta Fischer lausan. Hvað þetta leynivopn er, verður þó ekki gefið upp að svo stöddu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira