Fischer enn haldið í einangrun 4. mars 2005 00:01 Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira