Lemgo tapaði fyrir Celje Lasko 5. mars 2005 00:01 Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira
Flestir leikmanna Lemgo voru fjarri sínu besta í leiknum og liðið mátti í raun þakka fyrir að tapa ekki stærra. Logi þarf aftur á móti ekki að skammast sín fyrir frammistöðuna enda héldu hann og Florian Kehrmann Lemgo á floti í leiknum lengst af. "Þetta var án efa okkar lélegasti leikur í langan tíma. Það small ekkert hjá okkur og menn voru að berjast hver í sínu horni. Við náðum engum takti í okkar leik," sagði Logi í samtali við Fréttablaðið skömmu eftir leik. Logi var keyptur til félagsins sem hornamaður en sökum meiðsla hefur hann leikið síðustu leiki í skyttustöðunni og staðið sig mjög vel. Hann vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum. "Ég er ekki nógu ánægður með minn hlut í leiknum. Mig langaði að vinna þennan leik. Koma til leiks óþekktur strákur í skyttustöðunni og gera góða hluti. Markvörður þeirra var okkur, og mér, ansi erfiður. Ég gafst samt aldrei upp en því miður gáfust sumir félaga minna upp. Það er sorglegt á heimavelli fyrir framan 4000 manns. Það er hræðilegt að þessi leikur skyldi sýndur í sjónvarpinu heima því hann gefur ekki rétta mynd af styrkleika liðsins," sagði Logi nokkuð léttur enda ávallt stutt í jákvæðnina hjá stráknum. Heimavöllur Celje er einhver mesta gryfja í Evrópu og þar tapar liðið ákaflega sjaldan. Þeir eru því ekki margir sem telja Lemgo eiga möguleika á að komast í undanúrslit keppninnar en Logi er ekki einn þeirra. "Þetta er ekki búið. Vissulega er verkefnið erfitt þar sem þetta eru meistararnir á þessum rosalega heimavelli. Aftur á móti gekk ekkert upp hjá okkur í þessum leik og lykilmenn voru fjarri sínu besta. Við eigum því mikið inni fyrir síðari leikinn og ef heppnin fer í lið með okkur getur allt gerst í seinni leiknum," sagði Logi Geirsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Sjá meira