Dujshebaev hættur og fer að þjálfa 10. mars 2005 00:01 Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sjá meira
Einn besti handboltamaður heims síðustu ár, Talant Dujshebaev, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna næsta sumar. Hann er þó ekki hættur afskiptum af handbolta því hann ætlar að taka við þjálfun liðsins sem hann spilar með - Ciudad Real. Þetta staðfesti félagi hans hjá Ciudad Real í gær, Ólafur Stefánsson, en að hans sögn er almenn ánægja með þessar fréttir enda er núverandi þjálfari liðsins, Juan de dios Roman, ekki í miklum metum hjá flestum leikmönnum liðsins. "Mér líst geysilega vel á að fá hann sem þjálfara. Hann er með mjög góðar hugmyndir og núna verður gert eitthvað af viti hérna," sagði Ólafur sem hefur áður gagnrýnt Roman þjálfara. "Það hefur lítið verið gert af viti hérna undanfarið og alls kyns vitleysa í gangi. Dujshebaev ætlar að breyta þessu öllu. Hann ætlar að láta okkur æfa almennilega á undirbúningstímabilinu og hefur lofað því að menn muni spýta blóði. Svo verður líka einhver skynsemi í taktík, varnarleik og öðru. Mér líst verulega vel á þetta allt saman." Ólafur er mjög jákvæður fyrir næstu leiktíð þótt Ciudad sé búið að kaupa Petar Metlicic og Jon Belaustegui sem báðir leika í sömu stöðu og Ólafur. Belaustegui kemur ekki næsta vetur því Ciudad hefur ákveðið að lána hann til Hamburg í eina leiktíð. "Ég er búinn að ræða málin við Dujshebaev og hann ætlar að nota mig almennilega. Þetta verður spennandi vetur," sagði Ólafur Stefánsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Golf Fleiri fréttir Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sjá meira