Áfall fyrir þýskan handbolta 14. mars 2005 00:01 Þýska Bundesligan í handknattleik er af flestum talin sterkasta deild í heimi en deildin beið óneitanlega álitshnekki þegar engu þýsku liði tókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lemgo sá aldrei til sólar í tveim leikjum gegn Evrópumeisturum Celje Lasko, Kiel tapaði naumt eftir miklu rimmu gegn Barcelona og sömu sögu má segja af Flensburg, sem datt út gegn Montpellier með marki beint úr aukakasti á lokasekúndu leiksins. Alfreð Gíslason stýrir einu besta liði Þýskalands, Magdeburg, og hann segir Þjóðverja í losti yfir úrslitum helgarinnar í Meistaradeildinni en betur gekk hjá þýskum liðum í EHF-keppninni þar sem þrjú þýsk lið eru í undanúrslitum. "Þetta er mjög mikið áfall fyrir þýska boltann og menn eru mjög svekktir yfir þessu. Stóra áfallið var Flensburg því Lemgo hefur verið í basli og ekki margir sem bjuggust við því að þeir myndu slá Celje út. Svo var mjög jafnt hjá Kiel en engum datt í hug að Flensburg myndi detta út," sagði Alfreð en 13 marka sigur liðsins gegn franska liðinu Montpellier dugði ekki til þar sem Flensburg tókst á einhvern ótrúlegan hátt að tapa fyrri viðureigninni með 14 mörkum. Alfreð segir að þýsk félagslið leggi mestan metnað í þýsku deildina en það þýði samt ekki að þau hafi lítinn metnað fyrir Evrópukeppnina. "Flest þýsk lið myndu frekar vilja vinna deildina en Evrópukeppnina, enda er það erfiðari keppni og meira sem þarf til að vinna," sagði Alfreð Gíslason. Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Þýska Bundesligan í handknattleik er af flestum talin sterkasta deild í heimi en deildin beið óneitanlega álitshnekki þegar engu þýsku liði tókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Lemgo sá aldrei til sólar í tveim leikjum gegn Evrópumeisturum Celje Lasko, Kiel tapaði naumt eftir miklu rimmu gegn Barcelona og sömu sögu má segja af Flensburg, sem datt út gegn Montpellier með marki beint úr aukakasti á lokasekúndu leiksins. Alfreð Gíslason stýrir einu besta liði Þýskalands, Magdeburg, og hann segir Þjóðverja í losti yfir úrslitum helgarinnar í Meistaradeildinni en betur gekk hjá þýskum liðum í EHF-keppninni þar sem þrjú þýsk lið eru í undanúrslitum. "Þetta er mjög mikið áfall fyrir þýska boltann og menn eru mjög svekktir yfir þessu. Stóra áfallið var Flensburg því Lemgo hefur verið í basli og ekki margir sem bjuggust við því að þeir myndu slá Celje út. Svo var mjög jafnt hjá Kiel en engum datt í hug að Flensburg myndi detta út," sagði Alfreð en 13 marka sigur liðsins gegn franska liðinu Montpellier dugði ekki til þar sem Flensburg tókst á einhvern ótrúlegan hátt að tapa fyrri viðureigninni með 14 mörkum. Alfreð segir að þýsk félagslið leggi mestan metnað í þýsku deildina en það þýði samt ekki að þau hafi lítinn metnað fyrir Evrópukeppnina. "Flest þýsk lið myndu frekar vilja vinna deildina en Evrópukeppnina, enda er það erfiðari keppni og meira sem þarf til að vinna," sagði Alfreð Gíslason.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira